
Viðskiptablaðið vakti nýlega athygli á viðtali við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í Financial Times.
Eins og Viðskiptablaðið orðar það í endursögn, þá sé það ekki óttinn við járnaglamur Donalds Trumps sem reki Ísland í faðm Evrópusambandsins, heldur fyrst og fremst hlýr efnahagslegur faðmur. „For positive economic reasons“, eins og þar stendur á frummálinu.
En er það virkilega svo? Er efnahagslegur faðmur Evrópusambandsins hlýr í einhverju samhengi?
Samanburður landa Evrópusambandsins við Bandaríkin dregur fram mynd sem engum ætti að vera rótt yfir.
Efnahagsþróun undanfarinna áratuga hvað varðar vöxt, nýsköpun og aðra þætti sem mestu skipta til að viðhalda öflugu samfélagi og sterkum innviðum er öll í þá veru að Bandaríkin standa mörgum
...