— Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju íþróttahúsi KR í gær. Skóflustunguna tóku Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttasviðs, Árni Geir Magnússon, formaður byggingarnefndar KR, og Þórhildur Garðarsdóttir formaður.

Sextán krakkar úr öllum deildum félagsins voru einnig viðstaddir athöfnina. „Það eru þau sem eru stjörnur dagsins,“ segir Þórhildur í samtali við Morgunblaðið. „Það er 126 ára afmæli KR í dag og það er ofboðslega gaman að geta gert þetta á afmælisdeginum. Við fengum dásamlegt veður og var svakalega góð mæting, yfir 200 manns. Þetta var mikil gleðistund sem markar stór tímamót fyrir félagið.“ magnea@mbl.is