Gerhard Karner
Gerhard Karner

Gerhard Karner innanríkisráðherra Austurríkis sagði í gær að hnífsstunguárás er varð 14 ára gömlum dreng að bana og særði fjóra í borginni Villach í Austurríki á laugardaginn hefði verið árás „íslamista“.

Lögreglan í Villach segir að hinn grunaði hafi byrjað að ráðast á gangandi vegfarendur af handahófi. Matarsendill sá árásina gerast og klessti hann á hjóli sínu á árásarmanninn sem slasaðist og var í kjölfarið handtekinn. Hinn grunaði er að sögn lögreglu hælisleitandi með gilt búsetuleyfi og hreint sakavottorð.

Við skoðun á íbúð hins grunaða fann lögreglan skýrar vísbendingar um róttækar íslamista-
skoðanir, en þar á meðal var fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams á veggnum.