Sögnin að kollvarpa þýðir að steypa um koll, velta, fella gjörsamlega. Samheiti eru t.d. bylta, ónýta, setja úr skorðum. Orðið er sem sagt ekki nothæft um gerbreytingu til hins betra. Hins vegar getur það vitanlega leitt til e-s betra að kollvarpa…
Sögnin að kollvarpa þýðir að steypa um koll, velta, fella gjörsamlega. Samheiti eru t.d. bylta, ónýta, setja úr skorðum. Orðið er sem sagt ekki nothæft um gerbreytingu til hins betra. Hins vegar getur það vitanlega leitt til e-s betra að kollvarpa t.d. þjóðskipulaginu eða hugmyndum fólks um alheiminn.