Lausa skrúfan, til styrktar samnefndri vitundarvakningu um geðheilbrigði og líklega stærsta valdeflandi verkefni sem Grófin geðrækt hefur staðið fyrir, var til sölu á Glerártorgi á Akureyri um helgina og verður áfram út febrúar
Akureyri Lausa skrúfan var til sölu á Glerártoorgi um helgina.
Akureyri Lausa skrúfan var til sölu á Glerártoorgi um helgina. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

Magnea Marín Halldórsdóttir

magnea@mbl.is

Lausa skrúfan, til styrktar samnefndri vitundarvakningu um geðheilbrigði og líklega stærsta valdeflandi verkefni sem Grófin geðrækt hefur staðið fyrir, var til sölu á Glerártorgi á Akureyri um helgina og verður áfram út febrúar. Grófin geðrækt er gjaldfrjálst úrræði á Akureyri fyrir þá sem vilja bæta heilsuna með geðrækt og batavinnu. Fólk sem sækir Grófina hefur unnið að verkefninu í dágóðan tíma og seldi Lausu skrúfuna um helgina.

„Það er búið að ganga mjög vel, fólk hefur verið duglegt að sýna þessu áhuga sem er númer eitt, tvö og þrjú, að fólk kynnist þessu og viti hvað þetta er. Við erum búin að selja helling af skrúfum og reyndar armböndum líka sem stendur á Lausa skrúfan. Armböndin eru með morskóða aftan á þar sem stendur „geðveikt“, þar erum við aðeins

...