Eva Maria Anna Friede Else Jost fæddist 15. júlí 1926. Hún lést 30. janúar 2025.

Útför fór fram 5. febrúar 2025.

Sá fallegi garður San Valintín á Gran Canaria leiddi Evu og Gumma gamla eins og hann var alltaf kallaður til okkar fyrir margt löngu. Þau hjónin voru mjög svo áhugaverð í kynningu, hún Eva alltaf svo fín og vel tilhöfð, svona elegant en maðurinn hennar svona frekar lakari útlits í fatnaði enda tengdi hann kannski frekar við náttúruna hvað klæðaburð varðaði. Fljótt kom í ljós að heppnin var aldeilis með manni því þarna hafði maður krækt í góða vini.

Eva hafði gengið í gegnum ýmislegt og ung stúlka þurfti hún að flýja heimalandið sitt. Hún kynntist Guðmundi sínum í sveitinni á Suðurlandi. Fyrir augu hennar bar þar spengilegan og spennandi pilt sem varð hennar lífsförunautur. En ég reikna nú

...