Rekstrartölur ýmissa fjárfestingasjóða benda til vaxandi áhuga þeirra á fjárfestingum í rafmyntum. Bandarískir stofnanafjárfestar þurfa að skila inn upplýsingum um samsetningu eignasafns síns í lok hvers ársfjórðungs og komu blaðamenn Reuters auga á …
Sveiflur Stofnanafjárfestar vestanhafs virðast orðnir opnari fyrir rafmyntatengdum fjárfestingum.
Sveiflur Stofnanafjárfestar vestanhafs virðast orðnir opnari fyrir rafmyntatengdum fjárfestingum. — AFP/Henry Nichols

Rekstrartölur ýmissa fjárfestingasjóða benda til vaxandi áhuga þeirra á fjárfestingum í rafmyntum. Bandarískir stofnanafjárfestar þurfa að skila inn upplýsingum um samsetningu eignasafns síns í lok hvers ársfjórðungs og komu blaðamenn Reuters auga á að víða hefur vægi rafmynta aukist töluvert.

Í umfjöllun Reuters kemur m.a. fram að sjóður sem annast eignasafn lífeyriskerfis Wisconsin-ríkis hafi tvöfaldað hlut sinn í kauphallarsjóði sem fjárfestir í rafmyntum. Þjóðarsjóður Abu Dhabi fjárfesti einnig í rafmyntatengdum kauphallarsjóði á síðasta ársfjórðungi og var hluturinn metinn á nærri 437 milljónir dala í lok síðasta fjórðungs.

Mögulega má rekja þessa auknu tiltrú til þess að Donald Trump sýndi það snemma í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að ríkisstjórn

...