Agnar Hansson, íbúi í Vatnsholti 2 í Reykjavík, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Reykjavíkurborg þar sem deilistæði við götuna séu nú merkt sem einkastæði fyrir íbúa í Vatnsholti 1-3. Takmörkuð svör berist frá borginni vegna fyrirspurna hans

Þétting byggðar Fyrsta skóflustungan að leiguíbúðunum. Nágranni kvartar yfir frekju og hroka borgaryfirvalda.
— Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Agnar Hansson, íbúi í Vatnsholti 2 í Reykjavík, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Reykjavíkurborg þar sem deilistæði við götuna séu nú merkt sem einkastæði fyrir íbúa í Vatnsholti 1-3. Takmörkuð svör berist frá borginni vegna fyrirspurna hans. Húsið var byggt sem leiguíbúðir fyrir aldraðra.
Morgunblaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að búið væri að selja allar íbúðir Leigufélags aldraðra í húsinu vegna fjárhagsvanda félagsins.
Agnar hefur búið í Vatnsholti 2 undanfarna þrjá áratugi og segir að enn svíði sárlega undan eyðileggingu borgaryfirvalda á Sjómannaskólareitnum, Vatnshólnum og leiksvæðinu þar í kring.
Vill láta rannsaka gjörninginn
„Til að
...