Agnar Hansson, íbúi í Vatnsholti 2 í Reykjavík, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Reykjavíkurborg þar sem deilistæði við götuna séu nú merkt sem einkastæði fyrir íbúa í Vatnsholti 1-3. Takmörkuð svör berist frá borginni vegna fyrirspurna hans
Þétting byggðar Fyrsta skóflustungan að leiguíbúðunum. Nágranni kvartar yfir frekju og hroka borgaryfirvalda.
Þétting byggðar Fyrsta skóflustungan að leiguíbúðunum. Nágranni kvartar yfir frekju og hroka borgaryfirvalda. — Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Agnar Hansson, íbúi í Vatnsholti 2 í Reykjavík, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Reykjavíkurborg þar sem deilistæði við götuna séu nú merkt sem einkastæði fyrir íbúa í Vatnsholti 1-3. Takmörkuð svör berist frá borginni vegna fyrirspurna hans. Húsið var byggt sem leiguíbúðir fyrir aldraðra.

Morgunblaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að búið væri að selja allar íbúðir Leigufélags aldraðra í húsinu vegna fjárhagsvanda félagsins.

Agnar hefur búið í Vatnsholti 2 undanfarna þrjá áratugi og segir að enn svíði sárlega undan eyðileggingu borgaryfirvalda á Sjómannaskólareitnum, Vatnshólnum og leiksvæðinu þar í kring.

Vill láta rannsaka gjörninginn

„Til að

...