
— Colourbox
Flestir hafa einhvern tíma lent í því að setja eitthvað óvart í þvottavélina, en saga einnar konu slær líklega flest met. Í símatíma Skemmtilegri leiðarinnar heim með Regínu Ósk, Ásgeiri Páli og Jóni Axel sagði hún frá ótrúlegu atviki þar sem kötturinn hennar festist heilar 40 mínútur í þurrkara. „Við náðum að bjarga honum. Ég hringdi í neyðarvaktina. Þær sögðust aldrei hafa vitað til þess að köttur lifði af 40 mínútur í þurrkara,“ útskýrði konan.
Sem betur fer slapp kötturinn nokkurn veginn óskaddaður.
Nánar um málið á K100.is.