
Sigrún Ingimarsdóttir fæddist 4. október 1945. Hún lést 28. janúar 2025.
Útför hennar fór fram 11. febrúar 2025.
Það var fallega heiðskír og bjartur vetrardagur, sólin að setjast, þegar ég gekk út af Landspítalanum, daginn sem ég kvaddi Sigrúnu, vinkonu mína úr Breiðholtinu.
Það var líka bjartur dagur þegar við hittumst fyrst, úti við girðinguna mína við göngustíginn sem lá aftan við blokkirnar við Austurbergið. Ég var að bjástra í garðinum og hún tók mig tali til að kanna hvaða fólk það væri sem sonur hennar væri farinn að venja komur sínar til. Nokkrum dögum áður höfðu þeir synir okkar byrjað að leika sér saman, Heiðar Feykir og Stefán Árni, litlir pollar 6 og 7 ára, báðir nýfluttir í hverfið. Næstu árin hittust þeir eftir skóla og brölluðu ýmislegt ásamt vinkonu sinni Guðbjörgu, í frjálsræðinu,
...