Garðbæingurinn Eggert Aron Guðmundsson er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Brann og skrifaði hann undir þriggja ára samning í Bergen sem gildir út keppnistímabilið 2028. Eggert Aron, sem er 21 árs gamall, kemur til félagsins frá…

Garðbæingurinn Eggert Aron Guðmundsson er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Brann og skrifaði hann undir þriggja ára samning í Bergen sem gildir út keppnistímabilið 2028. Eggert Aron, sem er 21 árs gamall, kemur til félagsins frá Elfsborg í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið frá því í janúar á síðasta ári. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum í Svíþjóð en alls lék hann sjö leiki fyrir Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim eitt mark. Alls voru leikirnir 11 talsins fyrir Elfsborg í öllum keppnum. Freyr Alexandersson tók við þjálfun Brann um miðjan janúar síðastliðinn en félagið hefur hafnað í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö tímabil.

Hlín Eiríksdóttir byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Leicester þegar liðið tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Leiknum lauk með öruggum

...