Trjábolir Mörg tré hafa verið felld við Elliðaárdal austan við Sprengisand.
Trjábolir Mörg tré hafa verið felld við Elliðaárdal austan við Sprengisand. — Morgunblaðið/Baldur

Vegfarendur í Elliðaárdal og við Arnarbakkann í Breiðholti hafa veitt því athygli að mörg tré hafa verið felld undanfarið.

Vestan við brúna við Toppstöðina í Elliðaárdal er búið að raða upp stærðarinnar trjábolum við hjólastíginn, eins og hér er sýnt á mynd.

Þær upplýsingar fengust hjá borginni að af því að þetta væri allt gróðursettur skógur en ekki náttúruskógur hefði skapast grisjunarþörf en víða í lundum hefði skógurinn vaxið allt of þétt.

Mikil umræða hefur skapast um grisjun skógarins í Öskjuhlíð en málið er umdeilt. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um grisjun í Öskjuhlíð vegna stígagerðar. baldura@mbl.is