Brynjólfur Guðjón Brynjólfsson fæddist 26. september 1946. Hann lést 12. janúar 2025.

Útför hans fór fram 23. janúar 2025.

Okkur langar í örfáum orðum að minnast gamals bekkjarbróður, Brynjólfs G. Brynjólfssonar eða Binna. Kynni okkar hófust haustið 1965 þegar við hópuðumst austur að Laugarvatni til að hefja nám í menntaskólanum næstu fjögur árin. Þetta var í fyrsta sinn sem svona stór hópur, eða 50 nemendur, hóf nám við skólann. Við vorum mjög heppin því að hvorki farsímar né sjónvörp voru til staðar og það varð til þess að skólasamfélagið varð nánara. Fáir áttu bíla og því urðu ferðirnar heim ekki margar. Við vorum ung og full af lífi. Margt var brallað og sumt ekki svo skynsamlegt svona eftir á að hyggja. Binni var einn af okkar elskulegu bekkjarbræðrum, mikill öðlingur. Hann var dagfarsprúður en var alltaf til þegar eitthvert fjör var

...