Síðustu daga hefur verið gestkvæmt í München, höfuðborg Bæjaralands í Þýskalandi, þar sem mikilmenni heimsins dreif að á árlega öryggisráðstefnu (MSC) í meiri mæli en oftast áður. Væringar í alþjóðamálum hafa enda ekki meiri verið síðan í kalda…

München Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ávarpar öryggisráðstefnuna (MSC), en þangað austur beinast augu flestra þótt heimurinn allur sé undir.
— AFP/Thomas Kienzle
Brennidepill
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Síðustu daga hefur verið gestkvæmt í München, höfuðborg Bæjaralands í Þýskalandi, þar sem mikilmenni heimsins dreif að á árlega öryggisráðstefnu (MSC) í meiri mæli en oftast áður. Væringar í alþjóðamálum hafa enda ekki meiri verið síðan í kalda stríðinu, bæði Rússar og Kínverjar að færa sig upp á skaftið, en nú hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti gert grein fyrir víðtækum stefnubreytingum í alþjóðamálum, sem kalla á viðbrögð, ekki síst í Evrópu.
Bandaríkin hafa allt frá seinni heimsstyrjöld verið ábyrg fyrir vörnum og friði í Vestur-Evrópu og útvíkkuðu það hlutverk eftir lok kalda stríðsins. Nú virðist staðan vera að breytast verulega.
Orðræðan í München bendir hins vegar
...