Ólöf Tara Harðardóttir fæddist 9. mars 1990. Hún lést 30. janúar 2025.

Útför Ólafar Töru fór fram 10. febrúar 2025.

Skarð er hoggið í kvennabaráttuna með skyndilegu dauðsfalli Ólafar Töru og það er þyngra en tárum taki að kveðja skyndilega svona unga og kraftmikla manneskju langt fyrir aldur fram. Ólöf Tara var þolandi fyrst, svo kyndilberi breytinga og skörungur í sinni framgöngu, en umfram allt var hún ósérhlífin baráttukona sem vildi geta lifað í samfélagi þar sem konur, stúlkur og aðrir þolendur eru ekki undirsettar normalíseruðu og kerfisbundnu ofbeldi feðraveldisins. En kerfið lætur ekki að sér hæða.

Þeir þræðir sem Ólöf Tara skilur eftir sig eru þræðir sem við tökum nú upp og höldum svo áfram vinnunni en við munum aldrei gleyma Ólöfu Töru, sem lagði beinlínis líf sitt að veði í

...