Elísabet fæddist í Reykjavík 30. desember 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. febrúar 2025.

Foreldar hennar voru Hlín Eiríksdóttir, f. 20. janúar 1916 í Winnipeg í Kanada, d. 29. júní 2003, og Carl J. Brand, f. 25. ágúst 1918 í Regina, Saskatchewan í Kanada, d. 20. nóvember 2010.

Systur hennar eru þær Valgerður Kristín Brand, f. 18.6. 1947, d. 5.10. 2008, einkaritari, og Bergljót Björk Brand, f. 28.4. 1953, viðskiptafræðingur og sagnfræðingur.

Elísabet útskrifaðist úr Kvennaskólanum 1963, lauk íþróttakennaraprófi 1964 og leiðsögumannaprófi 1968 auk þess að taka próf og námskeið í svæðanuddi.

Elísabet vann lengi við kennslu, bæði íþrótta- og almenna. Einnig vann hún meðfram og svo síðar sem leiðsögumaður. Elísabet unni náttúrunni

...