Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis áformar eftir því sem Morgunblaðið kemst næst að taka styrkjamálið fyrir á næstu vikum, en það er þó ekki á dagskrá fundar hennar nú í morgun. Þingmenn, sem blaðið ræddi við, létu m.a
Flokkur fólksins Inga Sæland formaður fagnar kosningaúrslitum í haust.
Flokkur fólksins Inga Sæland formaður fagnar kosningaúrslitum í haust. — Morgunblaðið/Karítas

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis áformar eftir því sem Morgunblaðið kemst næst að taka styrkjamálið fyrir á næstu vikum, en það er þó ekki á dagskrá fundar hennar nú í morgun. Þingmenn, sem blaðið ræddi við, létu m.a. í ljós þá skoðun að gefa þyrfti umboðsmanni Alþingis færi á að fjalla um það fyrst.

Líkt og rakið var í fréttaskýringu í liðinni viku eru margvísleg álitamál varðandi sjálft málið en þó ekki síður ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra um að gefa endurkröfu ríkissjóðs á flokkinn eftir, alls um 240 milljónir króna.

Þannig þótti mörgum merkilegt að Daði Már ítrekaði í óundirbúnum fyrirspurnum að það hefði verið matskennd ákvörðun að senda ekki endurkröfu á samstarfsflokkinn, þar sem Flokkur fólksins hefði verið

...