Þetta rímar ekki vel við kröfur réttarríkisins um skýra og skiljanlega löggjöf.
Stefán Már Stefánsson
Stefán Már Stefánsson

Utanríkisráðherra hefur nú lagt fram frumvarp sem bætir sérstakri forgangsreglu við lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, sem yrði ný 4. gr. laganna. Ákvæðið hljóðar svo:

Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.

Vakin er athygli á að yrði slík regla að lögum fælist í því talsverð breyting þar sem EES-reglur sem innleiddar væru í íslenskan landsrétt fengju svonefnd forgangsáhrif gagnvart öðrum íslenskum lögum, en af því gæti leitt réttaróvissu eins og síðar verður drepið á.

Þegar EES-samningurinn var lögfestur með lögum nr. 2/1993 um

...