
Utanríkisráðherra hefur nú lagt fram frumvarp sem bætir sérstakri forgangsreglu við lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, sem yrði ný 4. gr. laganna. Ákvæðið hljóðar svo:
Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.
Vakin er athygli á að yrði slík regla að lögum fælist í því talsverð breyting þar sem EES-reglur sem innleiddar væru í íslenskan landsrétt fengju svonefnd forgangsáhrif gagnvart öðrum íslenskum lögum, en af því gæti leitt réttaróvissu eins og síðar verður drepið á.
Þegar EES-samningurinn var lögfestur með lögum nr. 2/1993 um
...