
Stefán Gunnar Sveinsson
Andrés Magnússon
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, greindi frá því í gær að hann og sendinefnd Bandaríkjanna myndu halda til Ríad í Sádí-Arabíu í þessari viku til þess að ræða við Rússa um mögulegan frið í Úkraínu. Sagði Rubio þó í gær að ekki ætti að vænta mikilla tíðinda af viðræðunum í vikunni.
„Friðarferlið er ekki bara einn fundur,“ sagði Rubio við CBS-sjónvarpsstöðina, en rætt var við hann í München, þar sem sögulegri öryggismálaráðstefnu lauk í gær. Sagði Rubio jafnframt að tilgangur fundarins væri sá að leggja grunninn að víðara samtali þar sem fulltrúar Úkraínu yrðu einnig við borðið. Þá sagði Rubio einnig að næstu dagar og vikur ættu að leiða í ljós hvort Pútín Rússlandsforseta væri alvara með viðræðunum.
Emmanuel
...