Sú sem þetta skrifar fylgist nokkuð vel með breskum sjónvarpsþáttum. Hún hefur lengi vitað af ást Breta á sjónvarpsþáttunum Gavin og Stacy, sem voru fyrst sýndir á BBC árið 2007, en þættirnir urðu alls 22
Dásemd Þættirnir um Gavin og Stacy gleðja.
Dásemd Þættirnir um Gavin og Stacy gleðja.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Sú sem þetta skrifar fylgist nokkuð vel með breskum sjónvarpsþáttum. Hún hefur lengi vitað af ást Breta á sjónvarpsþáttunum Gavin og Stacy, sem voru fyrst sýndir á BBC árið 2007, en þættirnir urðu alls 22. Árið 2019 var gerður sérstakur aukaþáttur, níu árum eftir að sýningu þáttanna lauk, og um síðustu jól var sýndur annar 90 mínútna aukaþáttur. Báðir þættirnir fengu metáhorf.

Sú sem þetta skrifar ákvað að horfa á þættina til að athuga hvað hefði hrifið breskan almenning svo mjög. Hún varð stórhrifin. Þarna var allt fullt af litríkum persónum sem leyfðu sér að vera sérstakar og öðruvísi. Þættirnir eru skrifaðir af James Corden og Ruth Jones, sem fara þar með stór hlutverk og eru bæði stórkostlega fyndin. Matthew Home og Joanna Page leika Gavin og Stacy, sem verða ástfangin við fyrstu sýn

...