Rússneskir stjórnarandstæðingar minntust þess í gær að eitt ár var þá liðið frá því að Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi þeirra, lést í gúlaginu. Ljúdmíla Navalnaja, móðir Navalnís, sést hér votta syni sínum virðingu sína við leiði hans í…

— AFP/Alexander Nemenov
Rússneskir stjórnarandstæðingar minntust þess í gær að eitt ár var þá liðið frá því að Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi þeirra, lést í gúlaginu.
Ljúdmíla Navalnaja, móðir Navalnís, sést hér votta syni sínum virðingu sína við leiði hans í Borisovo-kirkjugarðinum í Moskvu, en áætlað er að um 1.500 Rússar hafi lagt leið sína að gröfinni í gær, þrátt fyrir að Kremlverjar líti slíkar heimsóknir hornauga.
Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst því yfir að hann hafi verið pólitískur „öfgamaður“, en enn hafa ekki fengist neinar útskýringar á dánarorsök Navalnís, sem hné óvænt niður í göngu í fangelsisgarðinum. Ljúdmíla sagði við AFP í gær að hún reyndi að knýja á um rannsókn á andlátinu, og að hún vonaðist til að hinum seku yrði refsað.