Eins og fram hefur komið hefur Arion banki lýst því yfir að hann hafi áhuga á samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Í tilkynningu Arion er talað um að hluthafar Íslandsbanka fái 5% yfirverð á markaðsvirði bankans þegar skiptihlutföll bankanna verða ákvörðuð
Jón Guðni Ómarsson
Jón Guðni Ómarsson

Óskar Bergsson

Guðmundur Hilmarsson

Eins og fram hefur komið hefur Arion banki lýst því yfir að hann hafi áhuga á samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Í tilkynningu Arion er talað um að hluthafar Íslandsbanka fái 5% yfirverð á markaðsvirði bankans þegar skiptihlutföll bankanna verða ákvörðuð.

Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir mörg tækifæri fólgin í hugsanlegum samruna við Arion banka. Þó verði að huga vel að samkeppnissjónarmiðum.

„Það er áhugavert að skoða þetta og augljóslega mjög mikil tækifæri sem fælust í svona samruna út frá bæði hluthöfum og viðskiptavinum.“

Hann segir að það þurfi að vega og meta hvort farið verði í viðræður við Samkeppniseftirlitið en næstu skref verði að fara vel yfir

...