Eins og fram hefur komið hefur Arion banki lýst því yfir að hann hafi áhuga á samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Í tilkynningu Arion er talað um að hluthafar Íslandsbanka fái 5% yfirverð á markaðsvirði bankans þegar skiptihlutföll bankanna verða ákvörðuð

Jón Guðni Ómarsson
Óskar Bergsson
Guðmundur Hilmarsson
Eins og fram hefur komið hefur Arion banki lýst því yfir að hann hafi áhuga á samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Í tilkynningu Arion er talað um að hluthafar Íslandsbanka fái 5% yfirverð á markaðsvirði bankans þegar skiptihlutföll bankanna verða ákvörðuð.
Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir mörg tækifæri fólgin í hugsanlegum samruna við Arion banka. Þó verði að huga vel að samkeppnissjónarmiðum.
„Það er áhugavert að skoða þetta og augljóslega mjög mikil tækifæri sem fælust í svona samruna út frá bæði hluthöfum og viðskiptavinum.“
Hann segir að það þurfi að vega og meta hvort farið verði í viðræður við Samkeppniseftirlitið en næstu skref verði að fara vel yfir
...