Haraldur Tyrfingsson fæddist 10. maí 1943. Hann lést 12. janúar 2025.

Útför Haraldar fór fram 28. janúar 2025.

Faðir minn lést eftir alvarlegan veikindatíma, sem var ekki svo langur þó að ýmislegt hafi gengið á. Mest af árinu 2024 var hann á ferðinni þó að heilsan væri farin að segja til sín. Hann hafði verið að takast á við veikindin að miklu leyti á árunum 2023-24 þó að ákveðin einkenni og ástand eigi sér lengri sögu. Ég hafði kynnst veikindum og líðan pabba að ákveðnu marki á undanförnum árum en það var ekki fyrr en seint á árinu 2024 sem ég sá hann verða rúmfastan og skorta orku til að reisa sig upp.

Ég ætla ekki að dvelja við erfið veikindi föður míns heldur langar mig að segja örlítið frá tveimur sterkum minningum sem skipta mig miklu máli og sem hafa styrkt mig sérstaklega á mínu

...