Hvað er brýnna en að tryggja öryggi og menntun íslenskra barna?

Skólamál hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu, ekki síst á síðum þessa blaðs, og kemur það ekki til af góðu einu. Margþættur vandi hrjáir skólakerfið íslenska og menntun íslenskra barna. Mikið vantar upp á að þetta fái næga athygli og í jómfrúarræðu sinni í liðinni viku benti Jón Pétur Zimsen, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á að ný stjórnvöld hefðu ekki sýnt að þau hygðust takast á við vandann:

„Enginn sómi er að þingmálaskrá hæstvirtrar ríkisstjórnar hvað menntun og líðan barna varðar. Er bráðavandinn virkilega ekki ljós? Við erum sem samfélag að bregðast börnum og ungmennum. Í málaflokknum ríkir neyðarástand. Íslenska æskulýðsrannsóknin staðfestir það. Með leyfi forseta: „75% stúlkna í 10. bekk finna fyrir kvíða vikulega eða daglega.“ 75%, þar af 34% daglega. 40% stúlkna í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða daglega. Þar af 17% daglega. Ungmenni eru

...