Stórfjölskyldan Gylfi, Ásta, börn, tengdabörn og barnabörn stödd á Flórída árið 2019.
Stórfjölskyldan Gylfi, Ásta, börn, tengdabörn og barnabörn stödd á Flórída árið 2019.

Gylfi Sigurðsson er fæddur 17. febrúar 1950 að Holtsgötu 10 í Hafnarfirði og ólst þar upp til fimm ára aldurs. Fjölskyldan fluttist þá á Strandgötu 81 og bjó hann þar til um tvítugs.

„Þar var gott að búa, leiksvæðið var Slippurinn, fjaran og öll Óseyrin ásamt ýmsum öðrum stöðum. Við æskuvinirnir fórum oft út á sjó með trillukörlunum að leggja rauðmaga- og grásleppunet. Þá fórum við einnig að vitja til um netin og seldum svo rauðmagann fyrir þá og fengum visst fyrir stykkið. Við hliðina á mér bjó yndislegur maður, Jóhann L. Gíslason skipasmíðameistari, sem byggði sér hús á Óseyrinni til að geta smíðað báta og fengum við krakkarnir í nágrenninu vinnu hjá honum við að steypa sökkulinn og var steypan hrærð með skóflum á trépalli, var þetta mikið ævintýri fyrir okkur og við fengum laun fyrir.

Sumarið 1963 fór ég að vinna hjá Símanum við að

...