Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, sagði í gærkvöldi að ísraelsk sendinefnd myndi halda til Kaíró í dag til þess að ræða stöðu vopnahlésins á milli Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas. Mun sendinefndin ræða þar hvernig framhald fyrsta…
Bandamenn Vel fór á með Rubio og Netanjahú á fundi þeirra í gær.
Bandamenn Vel fór á með Rubio og Netanjahú á fundi þeirra í gær. — AFP/Ohad Zwigenberg

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, sagði í gærkvöldi að ísraelsk sendinefnd myndi halda til Kaíró í dag til þess að ræða stöðu vopnahlésins á milli Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas.

Mun sendinefndin ræða þar hvernig framhald fyrsta áfanga vopnahlésins af þremur verði, en báðir aðilar hafa sakað hinn um brot á samkomulaginu. Öryggisráð Ísraels mun svo funda í framhaldi af viðræðunum á morgun og leggja þar sendinefndinni línurnar um hvernig staðið verði að viðræðum um annan áfanga vopnahlésins.

Þær viðræður áttu að hefjast fyrr í þessum mánuði, en Netanjahú neitaði að senda fulltrúa til þeirra þar sem Hamas-samtökin hefðu ekki staðið við sinn hluta fyrsta áfangans varðandi lausn á gíslum sínum.

Netanjahú fundaði fyrr um daginn með utanríkisráðherra

...