Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Argentínu létu á sér skiljast um helgina að þeir myndu ákæra forseta landsins til embættismissis. Tilefnið er að Javier Milei birti færslu á sínum persónulega notendareikningi á X (áður Twitter) á föstudag þar sem…
Fljótfær Færsla Mileis bjó til skammvinna bólu á rafmyntamarkaðinum.
Fljótfær Færsla Mileis bjó til skammvinna bólu á rafmyntamarkaðinum. — AFP/Luis Robayo

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Argentínu létu á sér skiljast um helgina að þeir myndu ákæra forseta landsins til embættismissis. Tilefnið er að Javier Milei birti færslu á sínum persónulega notendareikningi á X (áður Twitter) á föstudag þar sem hann hampaði rafmyntinni $Libra og sagði hana til þess fallna að geta örvað hagkerfi landsins og hjálpað smáfyrirtækjum að dafna.

Rafmyntin sem um ræðir fór fyrst í loftið í september á síðasta ári og var sama sem verðlaus fram á föstudag en ummæli Mileis ýttu verði myntarinnar upp í nærri fimm dali. Nokkrum klukkustundum síðar hafði verðið tekið dýfu og var farið undir einn dal, með tilheyrandi tjóni fyrir þá sem fjárfestu í myntinni.

Milei eyddi færslunni fimm klukkustundum eftir að hann birti hana og í annarri færslu kvaðst hann ekki hafa kynnt sér rafmyntina í þaula, en eftir að hafa skoðað málið betur þætti

...