
Stefán Már Stefánsson
Stefán Már Stefánsson, prófessor emeritus í lögfræði, segir í aðsendri grein í blaðinu í dag að frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 feli í sér talsverða breytingu á því hvernig EES-reglur hafa verið innleiddar í íslenskan landsrétt. Þær reglur myndu þar með fá svonefnd forgangsáhrif gagnvart öðrum íslenskum lögum, sem aftur gæti leitt til réttaróvissu.
Stefán Már segir enn fremur að ef veita eigi lögum sem stafi frá erlendu réttarkerfi forgang í umtalsverðum mæli, kynni slíkt að fela í sér framsal löggjafarvaldsins, en það væri aftur andstætt 2. grein stjórnarskrárinnar. » 15