Kristrún Steinþórsdóttir reyndist hetja Fram þegar liðið tók á móti Selfossi í frestuðum leik úr 14. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta í Framhúsi í Úlfarsárdal á laugardaginn. Leiknum lauk með eins marks sigri Fram, 30:29, en Kristrún skoraði…
Sókn Alfa Brá Hagalín sækir að Selfyssingum á laugardaginn.
Sókn Alfa Brá Hagalín sækir að Selfyssingum á laugardaginn. — Morgunblaðið/Anton Brink

Kristrún Steinþórsdóttir reyndist hetja Fram þegar liðið tók á móti Selfossi í frestuðum leik úr 14. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta í Framhúsi í Úlfarsárdal á laugardaginn. Leiknum lauk með eins marks sigri Fram, 30:29, en Kristrún skoraði sigurmarkið með skoti frá miðju þegar rúmlega 40 sekúndur voru til leiksloka.

Þetta var fjórði sigur Framara í röð í deildinni en liðið er með 24 stig, líkt og Haukar, í öðru sæti deildarinnar og sex stigum minna en topplið Vals en Fram á leik til góða á Val. Selfoss er hins vegar í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er með 13 stig í fjórða sætinu en liðið sem hafnar í fjórða sæti mætir liðinu í fimmta sæti í 1. umferð úrslitakeppninnar.

Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst hjá Fram með átta mörk og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sex

...