
Skot Gunnar Róbertsson reynir skot að marki ÍR-inga um helgina.
— Morgunblaðið/Anton Brink
Gunnar Róbertsson var markahæstur hjá Val þegar liðið vann stórsigur gegn ÍR í 17. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í Skógarseli í Breiðholti á laugardaginn. Leiknum lauk með 17 marka sigri Vals, 48:31, en Gunnar gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk úr átta skotum.
Þetta var fjórði sigur Vals í röð en liðið er með 34 stig í fjórða sæti deildarinnar, líkt og Afturelding, og stigi minna en topplið FH og Fram.
ÍR er hins vegar áfram í 11. og næstneðsta sætinu með átta stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 28. nóvember.
Viktor Sigurðsson skoraði sjö mörk fyrir Valsmenn og var næstmarkahæstur. Þá varði Björgvin Páll Gústavsson 18 skot í markinu og var með 44 prósent markvörslu. Sveinn Brynjar Agnarsson var markahæstur hjá ÍR
...