
Guðrún Bjarnadóttir fæddist í Hafnarfirði 15. desember 1923. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 3. janúar 2025.
Foreldrar hennar voru Laufey Guðmundsdóttir, f. 1902, d. 1981, og Bjarni Eríksson, f. 24.9. 1896, hann fórst með togaranum F. M. Robertsson á Halamiðum 8. febrúar 1925. Seinni maður Laufeyjar var Magnús Jón Kristófersson, f. 1901, d. 1965. Systkini Rúnu sammæðra eru Sjöfn Magnúsdóttir, f. 1928, d. 2022, Kristófer Magnússon, f. 1935, d. 2016, og Guðrún Magnúsdóttir, f. 1938. Systkini Rúnu samfeðra eru tvíburarnir Ragna Þyrí og Sigurjón, f. 20. 5. 1922, bæði látin.
Guðrún, eða Rúna eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp hjá móður sinni og Magnúsi stjúpföður sínum og bjó alla sína tíð í Hafnarfirði.
Þann 17. nóvember 1945 giftist Rúna Jóhanni Sveinssyni skipstjóra, f. 27.9. 1921, d.
...