Slagur Elon Musk fór frá OpenAI í fússi og kveðst hafa verið blekktur.
Slagur Elon Musk fór frá OpenAI í fússi og kveðst hafa verið blekktur. — AFP/Chip Somodevilla

Stjórn bandaríska gervigreindarrisans OpenAI hafnaði á föstudag kauptilboði Elons Musks.

Í byrjun síðustu viku gerði hópur fjárfesta, með Musk í broddi fylkingar, 97,4 milljarða dala tilboð í félagið sem m.a. þróar gervigreindarhugbúnaðinn ChatGPT og DALL-E.

Musk tók þátt í stofnun OpenAI árið 2015, í félagi við Sam Altman forstjóra fyrirtækisins, og vakti upphaflega fyrir þeim að reksturinn yrði ekki hagnaðardrifinn en OpenAI í staðinn rekið eins og góðgerðarfélag „til hagsbóta fyrir mannkynið allt“ eins og það var orðað í tilkynningu þegar félagið var sett á laggirnar.

Musk sagði sig úr stjórn félagsins árið 2018 og hefur síðan þá átt í deilum við stjórnendur OpenAI um breytingar á rekstrarmódeli fyrirtækisins sem árið 2019 steig það skref að stofna

...