
— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Fjöldi fólks lagði leið sína á Glerártorg á Akureyri í gær, en þar var þá haldinn 112-dagurinn svonefndi, sem er á hverju ári í febrúar.
Gat almenningur þar kynnt sér störf hinna ýmsu viðbragðsaðila og skoðað bifreiðar, tæki og tól. Þema dagsins þetta árið var „börn og öryggi“, og lét yngsta kynslóðin sig því ekki vanta að þessu sinni. Fengu börnin meðal annars tilsögn í fyrstu hjálp og endurlífgun, en auk þess fengu þau að spreyta sig á að lyfta sjúkrabörum.