„Tónlistarnám er þroskandi og áhuginn hér í bæ er mikill,“ segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þar var efnt til skemmtilegrar dagskrár nýlega í tilefni af degi tónlistarskólans, sem er 7
Gleði Geirþrúður Fanney Bogadóttir tónlistarkennari á forskólastiginu kynnir ungri stúlku hvernig halda skal og leika á blásturshljóðfæri.
Gleði Geirþrúður Fanney Bogadóttir tónlistarkennari á forskólastiginu kynnir ungri stúlku hvernig halda skal og leika á blásturshljóðfæri.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Tónlistarnám er þroskandi og áhuginn hér í bæ er mikill,“ segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þar var efnt til skemmtilegrar dagskrár nýlega í tilefni af degi tónlistarskólans, sem er 7. febrúar ár hvert. Dagur og dagskrá eru tileinkuð minningu Gylfa Þ. Gíslasonar sem var menntamálaráðherra frá 1956-1971 og lét þá tónlistarmenntun í landinu mjög til sín taka.

Sem ráðherra kom Gylfi því meðal annars í kring að sveitarfélög sem höfðu hug á því að stofna tónlistarskóla fengju stuðning úr ríkissjóði. Þetta varð til þess að tónlistarskólar voru settir á fót víða og urðu sjálfsagður hluti af menntun og menningu í landinu. „Við búum alla tíð að framsýni Gylfa og áhuga hans á markvissri tónlistarmenntun

...