Þorvaldi Þórðarsyni, prófessor í eldfjallafræði, sýnist meiri líkur vera á að umbrotahrinunni á Sundhnúkareininni sé að ljúka frekar en að hún haldi áfram. Í samtali við Morgunblaðið segir Þorvaldur að landris virðist nú vera í lágmarki sem bendi þá til þess að innflæði kviku sé í lágmarki einnig

Gos Þorvaldur Þórðarson prófessor stórefast um að það gjósi aftur.
— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Egill Aaron Ægisson
egillaaronmbl.is
Þorvaldi Þórðarsyni, prófessor í eldfjallafræði, sýnist meiri líkur vera á að umbrotahrinunni á Sundhnúkareininni sé að ljúka frekar en að hún haldi áfram.
Í samtali við Morgunblaðið segir Þorvaldur að landris virðist nú vera í lágmarki sem bendi þá til þess að innflæði kviku sé í lágmarki einnig.
„Þar af leiðandi eru svona ýmis teikn á lofti um að þetta sé farið að nálgast endalokin,“ segir Þorvaldur.
Nefnir hann að sé horft til síðasta goss, og gengið út frá að landris og uppsöfnuð kvika þurfi að ná sömu hæðum og þá, stefni frekar í að gjósi um þarnæstu mánaðamót en þau næstu. „Ef það verður gos þá verður það ekki sennilega fyrr en mánaðamótin mars-apríl,“
...