„Starfið í skólanum veitir mér mikla gleði og þar er enginn dagur eins. Sjálf er ég á vinnustað þar sem faglegt sjálfstæði er virt og svigrúm gefið til að þróa starf og áherslur þannig að hverjum nemanda sé mætt á hans forsendum

Kennari Krakkar í dag eru alveg ótrúlega klárir, fljótir að átta sig á hlutum og skila sínu fljótt og vel, segir Kristín.
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Starfið í skólanum veitir mér mikla gleði og þar er enginn dagur eins. Sjálf er ég á vinnustað þar sem faglegt sjálfstæði er virt og svigrúm gefið til að þróa starf og áherslur þannig að hverjum nemanda sé mætt á hans forsendum. Og þegar tekst að vekja áhuga þannig að barnið sýnir auknar framfarir – hvort heldur er í námi eða félagslega – er til mikils unnið,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Sátt skapist um störf kennara
Menntamál eru í brennidepli þessa dagana vegna verkfallsaðgerða kennara, sem náð hafa til allra skólastiga. Skærur hafa verið að undanförnu, samanber verkfall í leikskólanum í Snæfellsbæ frá 1. febrúar sl. Og nú er boðað ótímabundið verkfall í öllum leikskólum Kópavogs svo
...