9 Skarphéðinn Ívar Einarsson brýtur sér leið í gegnum vörn Heruzalem Ormoz á Ásvöllum á laugardaginn en hann skoraði níu mörk í leiknum.
9 Skarphéðinn Ívar Einarsson brýtur sér leið í gegnum vörn Heruzalem Ormoz á Ásvöllum á laugardaginn en hann skoraði níu mörk í leiknum. — Morgunblaðið/Anton Brink

Haukar eru í vænlegri stöðu eftir stórsigur gegn Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu. 31:23, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn en Össur Haraldsson og Skarphéðinn Ívar Einarsson áttu stórleik fyrir Hauka og skoruðu níu mörk hvor.

Haukar voru sterkari strax frá fyrstu mínútu og náðu fimm marka forskoti, 10:5, eftir 15 mínútna leik. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11, en Slóvenarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og þeim tókst að minnka forskot Hauka í fjögur mörk, 19:15. Jafnræði var með liðunum eftir þetta en Hafnfirðingar voru mun sterkari á lokamínútunum og fögnuðu öruggum sigri.

Aron Rafn Eðvarsson átti frábæran leik í marki Hauka og varði 15 skot, þar af eitt vítakast, en síðari leikur liðanna fer fram Ormoz í Slóveníu á

...