
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis hefur verið ráðin forstjóri Landsnets og mun taka við starfinu 1. ágúst nk. þegar Guðmundur Ingi Ásmundsson lætur af því starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti, þar sem segir m.a. að Ragna hafi verið valin úr hópi 52 umsækjenda um starfið og að Ragna hafi víðtæka þekkingu á orkumálum og m.a. verið aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í 8 ár.
Ragna, sem hefur undanfarin ríflega 5 ár verið skrifstofustjóri Alþingis, er lögfræðingur að mennt. Hún er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M.-gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Hún á fjölbreytta starfsreynslu að baki, hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs og í ráðuneytum. Þá hefur Ragna gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra
...