Ólafur Erlingsson fæddist 21. apríl 1944 í Reykjavík. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 5. febrúar 2025.

Foreldrar hans voru hjónin Kristín Kristvarðsdóttir húsmóðir, f. 1914, d. 2018 og Erlingur Þorkelsson, vélfræðingur og skipaeftirlitsmaður, f. 1906, d. 1975.

Bræður Ólafs eru Agnar verkfræðingur, f. 1938, Þorkell verkfræðingur, f. 1941 og Kristinn Ágúst verkfræðingur, f. 1946.

Ólafur kvæntist árið 1966 Önnu Arnbjarnardóttur framhaldsskólakennara, f. 8.9. 1945, foreldrar hennar voru hjónin Hrefna Karlsdóttir, f. 1914, d. 2002 og Arnbjörn Óskarsson kaupmaður, f. 1914, d. 1998.

Ólafur og Anna eignuðust tvo syni: 1. Arnbjörn viðskiptafræðingur, f. 1966, var kvæntur Bryndísi Loftsdóttur, börn þeirra eru Lárus Karl, f. 2003, Anna, f. 2005

...