Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur komist að samkomulagi um starfslok við Blackburn á Englandi. Arnór er laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. Skagamaðurinn, sem gekk í raðir enska félagsins síðasta sumar, kom lítið sem…

Landsliðsmaður Arnór Sigurðsson getur leitað að nýju liði.
— Ljósmynd/Blackburn
Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur komist að samkomulagi um starfslok við Blackburn á Englandi. Arnór er laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. Skagamaðurinn, sem gekk í raðir enska félagsins síðasta sumar, kom lítið sem ekkert við sögu hjá Blackburn á tímabilinu, fyrst vegna veikinda og svo vegna þrálátra meiðsla. Hann var síðan tekinn af leikmannalista Blackburn fyrir síðari hluta tímabilsins.