
Sigþór Hermannsson fæddist 15. júní 1938. Hann lést 5. febrúar 2025. Foreldrar hans voru Hulda Sigurðardóttir og Hermann Eyjólfsson. Systkini eru Gísli, Gunnar (látinn), Erla og Guðni Þór. Hann var búsettur í Hæðagarði 16, Nesjum, Hornafirði.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 18. febrúar 2025, klukkan 13.
Sigþór var öflugur liðsmaður í samtökum okkar sjálfstæðismanna í Austur- Skaftafellssýslu um árabil. Leiðir okkar lágu saman í forystu Sjálfstæðisfélagsins þá. Á meðan Sigþór var formaður var mikil gróska og uppgangur í starfseminni. Stærsta verkefnið í hans tíð var bygging félagsheimilisins okkar á Höfn. Í daglegu tali er húsið nefnt Sjallinn og var nánast að öllu leyti reist með sjálfboðavinnu félagsmanna. Þar lögðu margir hönd á plóg en það er á engan hallað þótt nafn Sigþórs sé sérstaklega nefnt í því samhengi, enginn
...