Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir að ástæðan fyrir því hversu illa vegirnir eru farnir sé að undirlagið blotni og frjósi, síðan hláni og það þoli ekki þungann af umferðinni við þær aðstæður

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir að ástæðan fyrir því hversu illa vegirnir eru farnir sé að undirlagið blotni og frjósi, síðan hláni og það þoli ekki þungann af umferðinni við þær aðstæður.

„Þegar hlánar kemst vatnið ekki út, það þrýstist upp í gegnum klæðninguna og tekur bikið með sér upp þegar þunginn þrýstir á. Í sumum tilfellum eru þetta vegir með ónýtt burðarlag sem er gamalt og niðurbrotið.“

Eins og að mála yfir lekt þak

Spurður í framhaldi af þessari lýsingu hvort það sé þá nóg að skipta um klæðningu á vegunum, hvort ekki þurfi líka að skipta um undirlagið, segir Pálmi að það sé það sem þurfi að gera, en þar sem fjármagnið er takmarkað sé blettað og klætt

...