Suður á Ítalíu má finna skrítna litla bíla sem Diddú er alveg sérstaklega hrifin af. Á sínum tíma stundaði hún söngnám í Veróna og kynntist þar farartækinu Ape frá Piaggio, en um er að ræða eins konar yfirbyggða vespu á þremur hjólum
Diddú við nærri 30 ára gamlan upphækkaðan Cherokee-jeppann sem oft hefur reynst hinn mesti bjargvættur. Diddú undirbýr um þessar mundir tónleika í Salnum þann 22. febrúar með Erni Árnasyni og Jónasi Þóri.
Diddú við nærri 30 ára gamlan upphækkaðan Cherokee-jeppann sem oft hefur reynst hinn mesti bjargvættur. Diddú undirbýr um þessar mundir tónleika í Salnum þann 22. febrúar með Erni Árnasyni og Jónasi Þóri. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Suður á Ítalíu má finna skrítna litla bíla sem Diddú er alveg sérstaklega hrifin af. Á sínum tíma stundaði hún söngnám í Veróna og kynntist þar farartækinu Ape frá Piaggio, en um er að ræða eins konar yfirbyggða vespu á þremur hjólum.

„Það var vinafólk okkar hjóna sem kynnti okkur þetta farartæki, en þau fóru allra sinna ferða innanbæjar á Ape og áttu t.d. matjurtagarð og notuðu Ape-skutluna sína til að ferja uppskeruna heim.“

Ape minnir sumpart á túk-túk: fremst er sæti fyrir einn ökumann, og mögulega nettan farþega, en fyrir aftan hann má koma fyrir litlum vörupalli eða sætum fyrir tvo farþega. „Blæja ver farþegana fyrir veðri og vindum og farartækið er nokkuð lipurt og kemst auðveldlega fyrir í þröngum götum og stæðum

...