Fram er komið á Alþingi frumvarp frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem snýr að innleiðingu á Evrópulögum um áfasta tappa á drykkjarvörum.

Í mati á áhrifum frumvarpsins kemur m.a. fram að ekki séu taldar líkur á að lagasetningin hafi áhrif á stöðu eða jafnrétti kynjanna, „enda má ætla að þær plastvörur sem hér um ræðir séu notaðar til jafns af öllum kynjum. Áhrif á persónuvernd eru talin engin,“ segir í 6. lið frumvarpsins. Þá eru áhrif á stjórnsýslu ríkisins talin óveruleg „en búast má við smávægilegri aukningu á eftirlitshlutverki Umhverfis- og orkustofnunar,“ segir enn fremur.

Markmið með fyrirhugaðri lagasetningu er m.a. að koma í veg fyrir og draga úr umhverfisáhrifum af tilteknum plastvörum og áhrifum þeirra á heilsu fólks. Verði frumvarpið að lögum má búast við að

...