
Jóhanna Sesselja Albertsdóttir fæddist 20. júní 1939. Hún lést 21. desember 2024.
Útför Jóhönnu fór fram 15. janúar 2025.
Elsku Jóhanna.
Mikið er ég þakklát fyrir að þú hafir komið inn í líf mitt í gegnum einkadóttur þína hana Ólöfu Ósk. Þú varst yndislega hlýjan í lífi mínu sem barn og það var alltaf svo gott að koma heim til ykkar Kjartans og fá að vera á góða heimilinu ykkar. Ég lærði svo margt og mikið í gegnum ykkur.
Ég fékk að fara á skíði með ykkur, í fjallgöngur, útilegur, sund og meira að segja fara á ættarmót með ykkur. Í gegnum ykkur kynntist ég líka Ströndunum og sveitinni sem hafa alltaf verið stór partur í mínu hjarta.
Það var svo gaman hjá okkur og þó að ég og Ólöf Ósk höfum ekki alltaf verið hvað
...