
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Neikvæð umsögn íbúa undir Eyjafjöllum um áform félagsins Steina Resort um stórfellda uppbyggingu ferðaþjónustu við Holtsós, rataði ekki inn til Skipulagsstofnunar sem gaf í síðustu viku út álit sitt um matsáætlun vegna verkefnisins. Um 70 manns skrifuðu undir umsögnina, sem er yfirgnæfandi meirihluti kosningabærra manna undir Eyjafjöllum.
Segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi sem er við austanverðan Holtsós, að skrifleg umsögn íbúanna hafi verið afhent skipulagsfulltrúa Rangárþings eystra, en á kynningarfundi um málið sem haldinn var í fyrra segir hann að fram hafi komið hjá sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að umsögninni yrði komið áfram og að hún yrði send inn á skipulagsgátt. Segir hann að þetta hafi verið gert í góðri trú, en síðan hafi komið í ljós að umsögninni hafi ekki verið
...