Þeir hjá Volvo segja að EX90 sé kraftmesta, tæknivæddasta og fágaðasta bifreið sem fyrirtækið hefur nokkru sinni hannað og framleitt. Og ef það er ekki nóg, þá býður bíllinn upp á pláss fyrir sjö farþega og öryggisbúnað sem slær flestum ef ekki öllum öðrum ökutækjum við

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Þeir hjá Volvo segja að EX90 sé kraftmesta, tæknivæddasta og fágaðasta bifreið sem fyrirtækið hefur nokkru sinni hannað og framleitt. Og ef það er ekki nóg, þá býður bíllinn upp á pláss fyrir sjö farþega og öryggisbúnað sem slær flestum ef ekki öllum öðrum ökutækjum við. Þetta eru vissulega stór orð hjá Volvo-mönnum, en sennilega rétt líka. EX90 er hreint út sagt frábær í akstri og sterkur valkostur fyrir þá sem vilja láta fara vel um sig í umferðinni eða, eins og ég, eiga stóran skara af krökkum sem taka pláss.

Kynni mín af EX90 frá Volvo hófust í höfuðstöðvum Brimborgar í Reykjavík. Þangað var ég mættur til að fá í hendur rafmagnaðan fjölskyldubíl sem í fyrstu virtist afar kunnuglegur. Við hljótum öll að sjá það; EX90 er æði líkur hinum vel kynnta XC90 sem slegið hefur hressilega

...