
Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri á Sunnudagsmorgnum er að lesa gömul dagblöð og tímarit. Þetta er sú leið sem ég hef tileinkað mér til þess að skyggnast inn í þjóðarsál okkar Íslendinga og læra af sögunni. Í Þjóðólfi sem kom út í nóvember árið 1848 kemur þessi setning fram í leiðara. Í heild sinni þá er hún rituð „Fátækt ertu, Ísland og aumir eru innbúar þínir.“
Sá sem þetta ritaði hafði áhyggjur hvernig við töluðum um land og þjóð. Við ættum frekar að taka höndum saman að horfa bjart fram á veginn og nýta það sem landið hefur upp á að bjóða. En svo fer hann lengra og segir: „Guð elskar glaðan og greiðvirkan gjafara, svo elskar hann líka glaðan og þakklátan þiggjanda.“ Og þessi setning hefur setið í mér frá því að ég las hana.
Í fréttum síðustu ára kemur gjarnan fram að okkur hafi tekist mjög vel þegar kemur að fátækt landa
...