
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Stjórn Flokks fólksins sendi skattstjóra tilkynningu í fyrra um breytingu á skráningu flokksins úr almennum félagasamtökum í stjórnmálasamtök. Það er lagaskilyrði fyrir því að greiða megi stjórnmálaflokkum opinbera styrki, en eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins hefur flokkurinn þegar fengið 240 milljónir króna úr ríkissjóði í trássi við lög.
Þessi tilkynning var undirrituð af átta stjórnarmönnum og einum varamanni í stjórn flokksins, en þar var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, efst á blaði. Með fylgdu flokkssamþykktir. Það var Baldvin Örn Ólason, verkefna- og tæknistjóri Flokks fólksins, sem sendi Skattinum tilkynninguna, en hann er sonur Ingu.
Tilkynningin var móttekin og stimpluð af Skattinum hinn 2. febrúar 2024. Líklegt má telja að hún hafi verið send eftir athugasemdir stjórnvalda, því að stjórnarmennirnir undirrituðu hana 24. og
...