
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Breski forsætisráðherrann Keir Starmer kallaði eftir fulltingi Bandaríkjanna jafnframt því að slá því föstu öðru sinni að hann hygðist íhuga að senda breskt herlið til Úkraínu í félagsskap herja fleiri þjóða „ef varanlegt friðarsamkomulag næst“.
Þetta var meðal þess sem fram kom á Parísarfundi evrópskra þjóðarleiðtoga í gær þar sem umræðuefnið var forsendur og skilyrði í tengslum við það ferli að knýja vargöld Rússa í Úkraínu til kyrrðar og stilla þar til friðar í stríði sem eftir eina viku hefur geisað í þrjú ár án þess að áberandi árangurs rússneska heraflans hafi orðið vart við að leggja nágrannaríkið undir sig.
Var það einróma niðurstaða rúmlega þriggja klukkustunda langs fundar í Élysée-höllinni í París að
...